Ríkasti maður Rússlands, Oleg Deripaska, segist eiga í viðræðum við General Motors (GM) um kaup á Hummer-framleiðslu GM. Viðræður eru nýhafnar, en GM hefur leitað að kaupanda á Hummer-tegundinni síðan í júní.

Sala Hummer bíla hefur dregist saman um 40% á þessu ári í Bandaríkjunum.

Oleg Deripaska keypti nýlega hlut í Magna International, sem er kanadískur framleiðandi íhluta í bíla. Talið er að hann vilji nýta framleiðslu Magna International til að framleiða Hummer.

Oleg Deripaska fór nýlega upp fyrir Roman Abramovich og í fyrsta sæti lista yfir ríkustu menn Rússlands.

Þetta kemur fram í frétt Guardian.