Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldin í dag og sagði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og formaður sambandsins, að fundurinn mótaðist að hluta til af þeim óvenjulegu aðstæðum sem nú ríktu í íslensku hagkerfi. Þema fundarins er enda, „Uppspretta sóknar í kreppu,“. Egill segir að breytingarnar sem áhjákvæmilegar eru nú í efnahagslífinu megi auðvitað líta á sem tækifæri. Þó bílasala dragist eitthvað saman, sem reyndar var fyrirséð, þá séu alltaf tækifæri í bættri eftirþjónustu, viðgerðum og varahlutasölu.

„Við viljum hins vegar að það komi fram að þessi áhersla á aukin gæði er ekki eitthvað sem aðilar innan Bílgreinasambandsins fundum upp í gær heldur erum við búnir að vinna að þróun á gæðastaðli og innleiðingu hans í nokkur ár. Nokkur verkstæði hafa þegar innleitt staðalinn og fleiri eru í farvatninu og mikill áhugi innan greinarinnar. Bílgreinasambandið vann að þessu verkefni í samráði við fagaðila eins og BSI sem er viðurkenndur, alþjóðlegur, gæðavottunaraðili.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .