Opinberir starfsmenn eiga í kjaraviðræðum við ríkið nú en samningar þeirra eru að renna út. Gert er ráð fyrir að ákveðið verði í byrjun mars á næsta ári hvort núverandi samningur verði framlengdur. Forsenda þess að samningurinn haldi samkvæmt tilboði samninganefndar ríkisins er að kaupmáttur launa hafi staðið í stað eða aukist á samningstímanum.

Árni Mathiesen býður starfsmönnum ríkisins 18.000 króna hækkun mánaðarlauna frá næstu mánaðarmótum. Samkvæmt tilboði ríkisins eiga mánaðarlaun fyrir dagvinnu að hækka um 18.000 krónur frá 1. maí. Ári síðar eiga mánaðarlaunin að hækka um 13.500 krónur og frá og með 1. janúar 2010 um 6.500 krónur.

Orlofsuppbót á að vera 24.300 krónur á þessu ári og hækkar síðan í 26.200 krónur í lok samningstímans.