Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur skynsamlegt að ríkið eigi ráðandi hlut í einum banka til lengri tíma  „en marki stefnu um dreifða eignaraðild með skýrum og einföldum reglum."

Þetta kom fram í lokaræðu hennar á landsfundi Samfylkingarinnar.

„Raunveruleg erlend eignaraðild er að mínu mati mikilvægur þáttur í að skapa nauðsynlegt traust og fjarlægð á milli eigenda og viðskiptamanna. Allt þetta mistókst hrapalega í einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokks og Framsólknarflokks sem við súpum nú seyðið af," sagði hún meðal annars.

Hún sagði að baráttan fyrir eflingu atvinnulífsins, baráttan fyrir bættum kjörum og atvinnu fyrir alla væri og yrði eitt megin verkefni ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar.