Kaup Seðlabankans á krónueignum Seðlabankans í Lúxemborg er sagt minnka skammtímaútflæði á krónum ef létt verður á gjaldeyrishöftunum í bráð. Hins vegar verður að hafa í huga að ríkið mun þurfa að greiða reglulega af skuldabréf í evrum og því mun fylgja útflæði gjaldeyris. Greiningardeild Arion banka metur að afborganirnar geti numið að meðaltali 6-7 milljörðum króna á ári með vöxtum næstu fimmtán árin.

„Líkja má tíðindum dagsins við það að Seðlabanki Íslands hafi heppnast að fá erlent lán á hagstæðum kjörum til eflingar gjaldeyrisforðans en hafi jafn óðan eytt honum í uppkaup á innlendum eignum með verulegum afslætti. Hvort samningur er góður eða slæmur er erfitt að meta en teljast verður jákvætt að ríkið geti fjármagnað sig á viðunandi kjörum til langs tíma," segir í markaðspunktum Arion banka.