Kröfuhafar Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur fá, í gegnum skilanefndir sparisjóðanna, tíma til að meta tap sjóðanna og endurfjármagna þá.

Á sama tíma er í versta falli gert ráð fyrir því að ríkið þurfi að endurfjármagna sjóðina (og tryggja í leiðinni að kröfuhafar tapi öllu sínu). Það gæti kostað ríkissjóð um 50 milljarða króna eða 3% af VLF.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem unnin var eftir þriðju endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands.

Gert er ráð fyrir að sjóðirnir verði að fullu fjármagnaðir í lok desember, þó með þeim fyrirvara að ríkisaðstoð verði samþykkt af ESB (vegna EE S samningsins) og að eignir sjóðanna verði endurmetnar.

Ekkert er þó fast í hendi og það var samkomulag stjórnvalda og AGS að setja ekki fasta tímalínu á málið en um leið að það yrði tekið upp í upphafi næstu endurskoðunar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .