Fjármálaráðuneytið lét framkvæma „ákveðna gagnaöflun“ um stöðu VBS fjárfestingarbanka áður en samkomulag var gert við bankann um fyrirgreiðslu í mars 2009. Ráðuneytinu var fyllilega kunnugt um erfiða lausafjárstöðu VBS en ákvað samt  að veita honum 26,4 milljarða króna fyrirgreiðslu sem bankinn nýtti til að sýna fram á jákvæða eiginfjárstöðu og starfa fram í mars 2010.  VBS er nú í slitameðferð og slitastjórn bankans telur að óveðtryggðir kröfuhafar hans fái samtals 859 milljónir króna upp í tugmilljarða króna kröfur sínar.

Ógjaldfær í febrúar 2008

Endurskoðunarfyrirtækið Ernst&Young var fengið til vinna skýrslu um gjaldfærni VBS frá upphafi árs 2008. Samkvæmt niðurstöðu hennar var VBS ógjaldfær í febrúar það ár, rúmu ári áður en fjármálaráðuneytið ákvað að veita bankanum umrædda fyrirgreiðslu.

Slitastjórn VBS vill rifta ýmsum gjörningum sem stjórnendur VBS framkvæmdu eftir að ríkið veitti bankanum fyrirgreiðslu til að lifa. Stjórnendurnir eru meðal annars taldir hafa fært völdum kröfuhöfum bestu eignir bankans og skuldskeytt lánum félaga sem voru undir stjórn fyrrum stjórnarformanns VBS, Páls Magnússonar, inn í ógreiðslufært félag.

-Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, miðvikudag.

Meðal annars efnis í blaðinu á morgun er:

  • Fyrrum eigendur Íslenskra aðalverktaka snúa aftur
  • Tíu umdeildustu viðskiptafléttur ársins
  • Framtakssjóðurinn í viðræðum við erlendan fjárfestingasjóð um sölu á hlut í Icelandic
  • Forstjóri Rio Tinto: Kjarnorka sífellt álitlegri kostur
  • Reykjavíkurborg hefur greitt Valsmönnum hf. samtals 470 milljónir króna í tafabætur
  • Finnur Geirsson forstjóri Nóa Siríus segir neysluskatta ekki til bóta í viðtali við Viðskiptablaðið
  • Íslenska tölvuleikafyrirtækið Gogogic hannaði milljón dala tölvuleik í samstarfi við Nickledeon
  • Mörg ríki Bandaríkjanna á barmi gjaldþrots

Og margt, margt fleira..