Íslenska ríkið á 25% hlut í fasteignafélaginu Landic Property, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Heimildir herma að Glitnir eigi um 20% hlut í Landic Property, sem að stórum hluta komst í hendur bankans við fall fjárfestingarfélagsins Gnúps.

Þá mun Landsbankinn eiga um 5%.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjar skuldir Landic Property við íslensku bankana eru en ganga má að því sem gefnu að þær séu miklar enda fasteignasafn félagsins á Íslandi gríðarlega stórt.