Landsbanki fjármagnaði að hluta til kaup Nordic Partners á Hotel D’angleterre í Kaupmannahöfn.

Með yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbankanum eignaðist það þá veð í hótelinu á móti lánunum.

Þetta kemur fram í frétt á vef Berlingske Tidende en þar er haft eftir Gísla Reynissyni, stjórnarformanni Nordic Partners, að hann viti ekki til þess að nokkar breytingar hafi verið gerðar vegna lánafyrirgreiðslunnar en segist skilja áhyggjur manna af því að íslenskir bankar hafi komið að fjármögnun kaupanna.

Berlingske fullyrðir að Nordic Partners hafi greitt mun hærra verð fyrir hótelið en talið var þar sem það hafi yfirtekið skuldir eignarhaldsfélags þess og kaupverðið sé mun hærra en þeir 14 milljarðar íslenskra króna sem hingað til hafi verið nefndir.