Íslenska ríkið og Landsvirkjun, sem eru stærstu hluthafar í Farice ehf., hafa ákveðið að leggja félaginu til nýtt A-hlutafé að andvirði  11 milljónir evra, eða 1.672 milljónir króna. Auk þess hafa stærstu óveðtryggðu kröfuhafar Farice samþykkt að breyta kröfum sínum í B-hlutafé að andvirði 52,7 milljónir evra,  um 8 milljarðar króna.

Þá hafa veðtryggðir kröfuhafar samþykkt að endurfjármagna skuldir Farice upp á 52,7 milljónir evra, 8,5 milljarða króna. Sú endurfjármögnun mun veita þeim

Hlutafjáraukningin er hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Farice sem er við að það ljúka samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Hún hefur staðið yfir mánuðum saman. Gert er ráð fyrir því að henni muni ljúka formlega á fimmtudag, 16. desember.

Félögin sameinuð

Farice á og rekur sæstreng sem liggur til landsins. Þann 10. desember 2010 héldu Eignarhaldsfélagið Farice ehf. og Farice hf. bæði hluthafafundi. Á hluthafafundi Farice hf. var samþykktur samruni félagsins við móðurfélag þess, Eignarhaldsfélagið Farice ehf.

Á hluthafafundi Eignarhaldsfélagsins Farice ehf. var samruni félaganna einnig samþykktur með tilheyrandi hækkun hlutafjár eftir að hlutafé félagsins hafði verið lækkað til að mæta tapi. Þá var nafni sameinaðs félags breytt í Farice ehf.