Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa í Héraðsdómi Austurlands verið sýknuð af öllum kröfum eigenda jarðanna Arnórsstaðaparts, Arnórsstaða I og II á Jökuldal.

Þetta kemur fram á vef Austurgluggans.

Þar kemur fram að vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar tilheyra báðum jörðum en Stefán Ólason, Merki á Jökuldal, stefni ríkinu og Landsvirkjun vegna Arnórsstaðaparts, en Þorsteinn Snædal og Guðrún Ragna Einarsdóttir, Skjöldólfsstöðum á Jökuldal vegna Arnórsstaða I og II.

Í frétt Austurgluggans kemur fram að stefnendur kröfðust þess að viðurkenndur yrði eignarréttur þeirra að orkunýtingarrétti vatns á jörðinni, þar með talið orkunýtingarrétti sem næmi skertu vatnsrennsli um jörðina vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Varakröfur stefnenda lutu að því að viðurkennt yrði að réttur þeirra samkvæmt síðar þinglýstum afsölum gengi framar rétti stefnda, íslenska ríkisins, samkvæmt afsali þinglýstu árið 1923 og að því frágengnu að viðurkenndur yrði eignarréttur þeirra að orkunýtingarrétti vatns á jörðinni, utan vatnsafls í fossum.

Sjá nánar vef Austurgluggans.