Steingrímur J. Sigfússon tikynnir að hann hætti sem formaður VG
Steingrímur J. Sigfússon tikynnir að hann hætti sem formaður VG
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Á síðustu mánuðum ríkisstjórnar Samfylkingar og VG í fyrra kom talsvert til skoðunar að innlent félag í eigu ríkisins eða ríkis og lífeyrissjóða myndi gera þrotabúum gömlu bankanna tilboð um að kaupa af þeim á einu bretti allar eignir búanna í íslenskum krónum. Ef af yrði myndu kaupin verða gerð á afar niðursettu verði umreiknað í erlenda mynt.

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra en nú þingmaður VG, í grein sem hann skrifar í Viðskiptablaðið sem kom út í dag. Kaupin væru liður í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta.

Hvaða áætlun?

Steingrímur tekur fram í grein sinni að krónueignir kröfuhafa búanna og snjóhengjan svokalla sé tvímælalaust eitt vandasamasta eftirhrunsverkefnið sem enn er glímt við. Með ofantalið á bak við eyrað skjóti það því skökku við að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsókanrflokks hafi boðað nýja áætlun um afnám hafta. Hún hafi reyndar enn ekki litið dagsins ljóst og því megi ætla að enn sé unnði eftir upphaflegri áætlun um losun fjármagnshafta frá árinu 2011.

Steingrímur skrifar:

„Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað lagt á það áherslu að þeir eigi ekki og muni ekki eiga í neinum viðræðum eða samningaumleitunum við slitastjórnir eða kröfuhafa. Forsætisráðherra hefur útskýrt óframkomna afnámsáætlun með vangaveltum um að  það kunni að vera óæskilegt að sýna á slík spil yfir höfuð. Svo virðist sem til þess sé ætlast að slitastjórnir eða kröfuhafar eigi frumkvæðið. En þar á bæ er staðan sú að beiðnum um samþykki nauðasamninga með tilheyrandi undanþágum er ekki svarað. Hver er þá að bíða eftir hverjum? Eru allir að bíða? Hvernig á að nota hina erlendu ráðgjafa, þá loksins þeir koma til sögunnar, ef ríkisstjórn ætlar alls enga aðkomu að hafa að málinu? Hér er eitthvað sem gengur ekki alveg upp.“

Grein Steingríms má nálgast hér .