Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótarétt Vegmerkingar ehf. vegna þess að fyrirtækið varð af hagnaði þegar Vegagerðin tók tilboði Monstro ehf. vegna vegmerkinga.

Vegagerðin var með næstlægsta tilboðið í útboði sem Vegagerðin hélt vegna yfirborðsmerkinga á suðvestursvæði og hringvegi að Selfossi, en útboðið var haldið í maí 2006.

Vegmerkingar kærðu þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að taka við tilboði Monostro, sem bauð lægst. Í tilboði Monostro kom fram að fyrirtækið skorti tækjakost til verksins sem það ætlaði að útvega ef tilboðinu yrði tekið.

Eftir opnun tilboða tilkynnti Monostro að sænskur aðili yrði undirverktaki og myndi leggja til tæki og mannskap sem þurfti til verksins. Samningur milli Vegagerðarinnar og Monostro var undirritaður 17. maí 2006. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði að um væri að ræða brot gegn útboðsskilmálum og lögum um opinber innkaup. Vegagerðin væri skaðabótaskyld gagnvart Vegmerkingum vegna kostnaðar við undirbúning og þátttöku í útboðinu.

Vegmerkingar fóru með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem komst að þeirri niðurstöðu 20. júní síðastliðinn að Monostro hefði ekki fullnægt skilyrðum í útboðsskilmála um hæfi og fjárhagsstöðu.

Óheimilt hefði verið samkvæmt lögum um opinber innkaup að tilnefna undirverktaka til uppfylla samningsskyldur Monostro eftir opnun tilboða. Fyrirtækið hefði hvorki getið til um hið sænska félag í tilboðinu né um undirverktaka eins og því bar samkvæmt grein 6.2 í ÍST 30. Vegmerkingar ættu því rétt á skaðabótum vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar.