Ríkið mun skoða fýsileika þess að á svæðinu við Tónlistarhúsið rísi opinberar byggingar sem styrkt geta stöðu svæðisins og falli að markmiðum skipulagsyfirvalda. Reykjavíkurborg stefnir auk þess að uppbyggingu hafnaraðstöðu fyrir skemmtiferðarskip sem tengjast mun svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í dag vegna nýs samnings við Austurhöfn enda tóku samningsaðilar fram að þeir værsammála um að þetta svæði njóti sérstöðu sem lykilsvæði í miðborg Reykjavíkur.