Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu lýsti því yfir í gær að ríkið sé nú á barmi gjaldþrots og hvatt stjórnmálaleiðtoga til að vinna saman að því að ná hallarrekstri ríkisins, sem nú nemur um 11 milljörðum Bandaríkjadala, niður.

Frá þessu er greint á vef LA Times.

Þá hefur blaðið eftir heimildarmanni að hallarrekstur Kaliforníu muni á næstu 18 mánuðum nema um 28 milljörðum dala.

Tekjur Kaliforníu ríkis, sem er meðal 10 stærstu hagkerfum heims, hafa snarminnkað með minnkandi fjárfestingum á hlutabréfamörkuðum, minnkandi skatttekjum auk þess sem einkaneysla hefur dregist saman í fylkinu.

„Ef við grípum ekki í taumana, stefnir ríkið í mikla fjárhagskrísu,“ segði Schwarzenegger í Los Angeles í gær.

Þá sagði Schwarzenegger að líklega þyrfti að hækka skatta á næstunni, gegn vilja hans. Hann sagði að ekki væri hægt að draga úr framlögum til velferðarmála og því þyrfti jafnvel að taka ákvörðun „sem okkur líkar ekki,“ sagði Schwarzenegger og vísaði þar til skattahækkana.