*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 17. nóvember 2011 07:33

Ríkið ábyrgist lausafé fyrir Íslandsbanka

Samningur um sölu Byrs, sem kynntur var þingmönnum efnahags- og viðskiptanefnd í gær ,felur í sér tvær leiðir

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Samningur um yfirtöku Íslandsbanka á Byr, sem kynntur var fyrir þingmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd í gær, felur í sér að tveir valkostir standa seljendum til boða. Í báðum tilvikum ábyrgist ríkið að útvega lausafé til næstu sex ára. Annars vegar getur seljandinn valið um samning sem gerir ráð fyrir víkjandi láni, sem breytist í lausafé gegn tryggingu. Kaupverðið yrði þá 6 milljarðar króna og það greitt með skuldabréfi til 4 ára sem ber 1,75% vexti ofan á REIBOR. Hinn valkostinum sé um að ræða kaupverð upp á 9 milljarða, og borga þurfi 950 milljónir í reiðufé. Afganginn eigi að greiða með skuldabréfi sem ber jafnframt 1,75% vexti oan á REIBOR.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Rætt er við Tryggva Þór Herbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segi segir samninginn óskýran og ómögulegt sé að meta mögulegan kostnað eða þá áhættu sem ríkið taki á sig. Samkomulagið gerir ráð fyrir að ríkið tryggir Íslandsbanka aðgengi að lausafé til þess að verja hann fyrir tímaáhættu, sem fylgir samhliða yfirtöku eigna og skuldbindinga Byrs.

Stikkorð: Íslandsbanki Byr