Ríkið er að undirbúa sölu á 81,3% hlut sínum í Landsbankanum á þessu ári. Stefnt er að því að selja eignahlutinn hægt og bítandi og er stefnt á að stjórnvöld verði komið niður í 33% hlut á næsta ári. Eignahlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka eru sömuleiðis falir fyrir rétt verð, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Reuters-fréttastofan birti viðtal við hana í gær.

Í viðtalinu fer Jóhanna yfir endurreisnarstarfið í kjölfar efnahagshrunsins og aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Jóhanna segir m.a. skera úr um aðild hvort hagstæðir samningar náist í sjávarútvegsmálum. Hún bætir við að stefnt sé á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina eftir þingkosningar á næsta ári.

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)