Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur sett af stað nýja auglýsingaherferð undir yfirskriftinni „Seturðu hvað sem er upp í þig? Munntóbak er ógeð“.

Markmiðið er að stuðla að minni notkun neftóbaks á meðal ungs fólks „í samræmi við markmið laga og stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð,“ eins og það er orðað á vef ríkisfyrirtækisins.

Auglýsingunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um skaðsemi munntóbaks.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins framleiðir neftóbak sem er oft notað sem munntóbak. Því er ÁTVR að auglýsa gegn vöru sem ríkisfyrirtækið framleiðir sjálft.

Landlæknisembættis segir að munntóbak er krabbameinsvaldur. Mest er hættan á krabbameini í brisi sem er erfitt að lækna.