Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
© AFP (AFP)
Íslenska ríkið hefur ekki farið að fordæmi sveitarfélaga eins og Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar og krafist greiðslu skaðabóta frá Olíufélögunum Ker hf., áður Olíufélaginu, Olís og Skeljungi, vegna samráðs þeirra. Málið hefur verið í undirbúningi árum saman. Það snýr að óumdeildu samráði olíufélaganna fyrir útboð ríkisins vegna kaupa á olíu fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluna á árunum sem samráðið átti sér stað, 1993 og fram á árið 2001. Hæstiréttur hefur þegar dæmt olíufélögin til greiðslu bóta upp á um 80 milljónir vegna samráðs þeirra fyrir útboð Strætó bs. og borgarinnar. Lögmannsstofan Landslög hefur unnið að málinu fyrir hönd ríkisins.