Georg Osborne fjármálaráðherra Bretlands segir að bresk stjórnvöld eigi enga peninga til að dæla inn í efnahagslífið. „Breska ríkið á enga peninga því þeim var eytt á góðæristímunum" sagði fjármálaráðherrann og Telegraph greinir frá.

Ráðherrann sagði að í ljósi vondrar stöðu ríkisins væri eina vonin sú að efnahagslífið tæki við sér að fyrirtækin myndu blómstra og ráða til sín fólk. „Peningarnir, fjárfestingin og störfin verða aðeins til í einkageiranum".

Fjármálaráðherrann sagði að skattalækkanir væru aðeins mögulegar ef aðrar skatttekjur myndu aukast að með niðurskurði. Hann ætli sér að láta enda ná saman í ríkisrekstrinum og ekki komi til greina að taka ný lán.



George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)