Hagfræðideild Landsbankans segir að skráð fyrirtæki í Kauphöllinni og stóru viðskiptabankarnir þrír greiði samtals út 48,1 milljarð í arð vegna síðasta árs. Í heildina gætu komið um 26,4 milljarðar króna í ríkiskassann vegna arðgreiðslna ársins, eða 55% af heildar útgreiddum arði félaganna.

Ríkissjóður fékk í sinn hlut 21 milljarð króna vegna eignarhlutar í Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka. Að auki má reikna með að ríkissjóður fái til sín 20% tekjuskatt af öðrum arði en eigin.