„Margir telja að með mikilli aukningu erlendra ferðamanna þá fylgi því sjálfkrafa aukin aur í buddunni. Svo er hins vegar ekki,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Fram kom í ræðu hennar á aðalfundi Fríhafnarinnar í gær að rekstrartekjur Fríhafnarinnar námu tæpum 7,7 milljörðum króna í fyrra sem var 570 milljóna króna aukning á milli ára. Velja jókst um 7,7% á milli ára. Ríkissjóður fékk rúmum 16,7% meira til sín í gjöld og skatta í fyrra en ári fyrr og jafngildir það það að 466 milljónum krónum meira hafi skilað sér. Þar af eru áfengis- og tóbaksgjöld 364 milljónir króna.

Ásta Dís benti á að farþegum hafi í fyrra fjölgað um 15,6% á milli ára og teljist það góður árangur því Íslendingum fjölgaði aðeins um 1,87% á sama tíma.

„Þetta þýðir að aukningin var nánast öll meðal erlendra ferðamanna.  Margir telja að með mikilli aukningu erlendra ferðamanna þá fylgi því sjálfkrafa aukin aur í buddunni. Svo er hins vegar ekki og það skiptir miklu máli það vöruframboð og sú upplifun sem fylgir því að versla í Fríhöfn á Íslandi.  Frá árinu 2010 hefur Fríhöfnin lagt áherslu á að verslanir félagsins skeri sig úr og að það sé upplifun að koma inn í og versla í íslenskri fríhöfn,“ sagði hún.