Íslensk og svissnesk stjórnvöld hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ríkin ætli að hefja reglubundin og gagnkvæm skipti á upplýsingum árið 2018, vegna tekjuársins 2017. Auk þess ætla ríkin að taka upp aukin samskipti á sviði fjármálaþjónustu.

Upplýsingaskiptin byggja á yfirlýsingu sem tæplega hundrað ríki hafa undirritað um að taka upp samræmdan staðal OECD um reglubundin upplýsingaskipti um fjármunalegar tekjur og eignir skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila. Stjórnvöld munu á næstu mánuðum vinna nánar að útfærslu upplýsingaskiptanna, en OECD mun hafa eftirlit með því að þær kröfur sem gerðar eru til tæknimála og öryggi upplýsinganna verði uppfylltar.