*

laugardagur, 11. júlí 2020
Innlent 17. maí 2018 09:50

Ríkið fellur frá forkaupsrétti á Arion

Ríkissjóður hyggst falla frá forkaupsrétti sínum á hlutum í Arion banka við skráningu bankans á markað.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Ríkissjóður mun falla frá forkaupsrétti við skráningu Arion banka á markað samkvæmt samkomulagi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið og Kaupþing hafa gert með sér. Arion banki stefnir á skráningu á Íslandi og í Svíþjóð á næstu vikum þar sem stefnt er að því að selja að minnsta kosti 25% hlut í bankanum líkt og greint var frá í morgun.

Eftir skráninguna mun forkaupsrétturinn virkjast á ný. Forkaupsrétturinn miðast virkjast ef hlutabréf í bankanum eru seld á verði sem er lægra en 0,8 krónur fyrir hverja krónu af eigið fé.

Samkomulagið felur í sér að núverandi hluthafar bankans, sem einnig eru hluthafar Kaupþings auki ekki hlut sinn við skráninguna. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að markmiði stöðuleikasamninga ríkisins við Kaupþing frá 2016 að félagið losi um hluti sína í Arion banka með skipulegum hætti og í samræmi við samningsskyldur sínar.

Söluandvirði þeirra hlutabréfa sem seld verða í tengslum við frumskráninguna verður greitt inn á skuldabréf sem Kaupþing/Kaupskil gaf út í tenglum við stöðugleikasamningana. Eftirstöðvar þess nema nú um 29 milljörðum króna.

Afkomuskiptasamningurinn kveður á um að söluandvirði hlutabréfa Kaupþings umfram andvirði skuldabréfsins skiptist milli ríkisins og Kaupþings.

Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins, segir að ríkið muni fylgjast grannt með skráningar- og söluferlinu og muni tilnefna eftirlitsaðila til að fylgjast með og hafa aðgang að öllum upplýsingum og gögnum sem varða ferlið.

Leiðarar, pistlar og skoðanadálkar um Arion banka:

Fleiri fréttir um málefni Arion banka:

Stikkorð: Arion banki Kaupþing