Ríkissjóður og íslensk sveitarfélög gætu sparað sér milljarða með því að notast meira við sameiginleg innkaup stofnana. Árið 2011 voru sameiginlega innkaup einungis 30% af mögulegu hámarki en ríkið kaupir vörur og þjónustu fyrir um 90 milljarða á ári. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í hagvaxtartillögum verkefnisstjórnar sem lagðar voru fram á Samráðsvettvangi um aukna hagsæld í gær.

Í tillögum verkefnisstjórnarinnar var tekið dæmi um innkaupsverð á samskonar fartölvu hjá sex stofnunum. Verðið var frá 205 þúsund upp í 297 þúsund og munaði því allt að 45% á innkaupsverði. Áætlað er að mögulegur sparnaður ríkis og sveitarfélaga með raunhæfum aðgerðum miðað við reynslu annarra landa.

Samráðsvettvangur glæra
Samráðsvettvangur glæra