Skakkiturn hefur þegar höfðað mál á hendur íslenska ríkinu til endurgreiðslu oftekinna gjalda vegna meintrar rangrar flokkunar iPod touch. Skakkiturn krefst þess að fá endurgreidda samtölu allra þeirra almennu tolla og vörugjalda sem greidd hafa verið af lófatölvunni og er um að ræða tæpar 17 milljónir króna.

Skakkiturn ehf. á og rekur Apple VAD á Íslandi í upboði Apple Computer Inc. í Bandaríkjunum. Valdimar Grímsson er stjórnarformaður félagsins en auk hans situr Árni Harðarson í stjórn.

Skakkiturn hefur lengi deilt við tollstjóraembættið um tollflokkun iPod touch tölvunnar. Þann tíunda ágúst síðastliðinn staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á beiðni Skakkaturns um dómkvaðningu matsmanns til að meta hvort iPod touch uppfylli skilyrði til tollflokkunar sem gagnavinnsluvél.

Málinu mun því ekki ljúka fyrr en í vor þegar dómskvaddi matsmaðurinn kveður upp sinn úrskurð. Til að komst hjá fyrningu hefur Skakkiturn hins vegar þegar höfðað skaðabótamál, fari svo að varan hafi undanfarin ár verið í röngum tollflokki.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.