Niðurstaða er komin í útboð óverðtryggðu ríkisbréfanna RIKB 17 0206 og RIKB 20 0205. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lánamálum ríkisins.

Tilboð bárust fyrir 3.300 milljónir króna í RIKB 17 og 4.850 milljónir króna í RIKB 20. Öll 12 tilboðin í RIKB 17 flokkinn voru samþykkt, en 11 af 16 tilboðum í RIKB 20.

Ávöxtunarkrafa RIKB 17 er 6,55% og krafa RIKB 20 er 6,97%, samkvæmt upplýsingum af Keldunni. Ávöxtunarkrafa beggja flokka hefur lækkað nokkuð undanfarna daga eftir miklar hækkanir undanfarna mánuði.