© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Ríkisstjórnin segir í yfirlýsingu vegna nýrra kjarasamninga að jöfnun áunninna lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins sé viðamikið og brýnt verkefni. Almennir lífeyrissjóðir hafa þurft að skerða réttindi sinna sjóðsfélaga vegna lélegrar ávöxtunar sem meðal annars tengist bankahruninu. Hins vegar tryggið ríkið að opinberir lífeyrissjóðir þurfi ekki að skerða réttindi þrátt fyrir ófullnægjandi ávöxtun.

„Ástæða er til að bregðast sérstaklega við þeim vanda sem hér um ræðir. Það gæti t.a.m. falist í þátttöku ríkisins í inngreiðslum til að jafna uppávið lífeyrisréttindi í almennakerfinu eftir því sem og þegar aðstæður í ríkisfjármálum leyfa og þá á 10 – 15 ára tímabili," segir í yfirlýsingunni.

Stjórnvöld lýsa sig reiðubúin til skipa þegar í stað starfshóp með fulltrúum ASÍ, SA og fjármálaráðherra til að gera tillögur um hvernig það verði gert og skal hann skila niðurstöðumfyrir lok september 2011 sem verði lagðar fyrir Alþingi.