Þegar ríkið gerði samning um að leggja Arion banka til eigið fé og veita bankanum víkjandi lán upp á samtals 39,4 milljarða króna, var ríkinu veitt neitunarvald í ýmsum málum sem snúa að framtíðarrekstrarformi bankans.

Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á föstudag. Í skýrslunni segir að í fjármögnunarsamningi ríkisins vegna Arion banka hafi verið tekið fram að ríkið skuli eiga neitunarvald ef komi upp hugmyndir um að leggja bankann niður sem viðskiptabanka, ef allar eða mestallar eignir hans verði látnar af hendi, ef Arion verði gerður upp eða honum slitið, ef samþykktum verði breytt með þeim hætti að það verði fjármálaráðuneytinu í óhag nema breytingin hafi sömu efnislegu áhrif á aðra hluthafa, ef til stendur að greiða fyrstu þrjú starfsár bankans og gagnvart viðskiptum milli Arion og Kaupþings.