Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samherja gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavikur hafði í byrjun júní síðastliðins hafnað þvi að felldur yrði úr gildi með dómi úrskurður ríkisskattstjóra frá 16. desember  2011 um endurákvörðun opinberra gjalda stefnanda gjaldárin 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010. Þá yrði ríkinu gert að endurgreiða Samherja 967,5 milljónir króna krónur með dráttarvöxtum  vegna oftekinna skatta og gjalda.

Málið snýst um endurákvörðun skatta eftir samruna Samherja og fjárfestingafélagsins Fylkis, en síðarnefnda félagið hafði verið stofnað til þess að standa að yfirtökutilboði annarra félaga í Samherja. Í dómi Hæstaréttar segir að við samrunann virðist Fjárfestingafélagið Fylkir ehf. hafa haft yfirfæranlegt skattalegt tap að fjárhæð 267 milljón krónur, sem Samherji nýtti sér í kjölfarið í skattskilum sínum. Ríkisstjórnin kvað svo upp úrskurð 16. desember 2011, þar sem opinber gjöld Samherja vegna fyrrnefndra gjaldára voru ákveðin á nýjan leik,

Samherji krafðist ógildingar á úrskurðinum vegna atriða, en meðal annars taldi Samherji að ríkisskattstjóri hafi verið vanhæfur til að fjalla um mál hans, að tveggja ára frestur samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt til endurákvörðunar gjalda áfrýjanda hafi að hluta verið liðinn og að heimilt hafi verið bæði að nýta yfirfæranlegt tap Fjárfestingafélagsins Fylkis ehf. í skattskilum áfrýjanda vegna gjaldársins 2006 og færa til gjalda í skattskilum hans allan kostnað vegna fyrrgreindrar lántöku félagsins.

Hvorki Hæstiréttur né Héraðsdómur Reykjavíkur féllust á málatilbúnað Samherja. Endurákvörðun skattanna stendur því.