Ríkissjóður keypti í vikunni óverðtryggð eigin skuldabréf af Seðlabankanum fyrir 24 milljarða. Bréfin eru á gjalddaga árin 2020, ’21, ’22, ’25 og ’31. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins .

Nafnverð bréfanna eru 22,8 milljarðar, en heildarkaupverð þeirra með áföllnum vöxtum nemur 25 milljörðum. Kaupin eru fjármögnuð með stöðugleikaeignum að andvirði 17,5 milljarða, og 7,5 milljörðum úr ríkissjóði.

Heildarskuldir ríkissjóðs nema eftir viðskiptin 843 milljörðum króna, eða rúmum 30% af landsframleiðslu, og hrein staða ríkissjóðs nemur 653 milljörðum, um 23% af landsframleiðslu.