Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, keypt skuldabréf að nafnvirði samtals 97.465.000 bandaríkjadali í skuldabréfaflokknum „ICELAND 4,875% 06/16/16“

Um er að ræða tæplega 10% af útgefnum skuldabréfum í flokknum, en útgefið magn nemur 1.000.000.000 bandaríkjadölum. Lokagjalddagi skuldabréfaflokksins er þann 16. júní 2016.

Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytis segir að uppkaupin séu þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs.