Ríkissjóður hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt á jörðinni Fell í Suðursveit, sem staðsett er á austurbakka eins vinsælasta ferðamannastað Íslands, Jökulsárlóni. Jörðin er á náttúruminjaskrá því hefur ríkið forkaupsrétt á jörðinni á grundvelli laga um náttúruvernd.

Að beiðni eigenda jarðarinnar var eignin seld á nauðungarsölu í haust til að slíta sameign. Söluverðið nam 1.520 milljónum króna. Ríkissjóður gengur inn í kaup á því verði. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum ársins 2016. Áður var jörðin seld til Fögrusala ehf., dótturfélags Thule Investmens.