*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. janúar 2017 12:32

Ríkið kaupir McDonalds í Kína

Fyrirtækjakeðja í eigu kínverska ríkisins kaupir ráðandi hlut í McDonalds skyndibitakeðjunni í Kína á hundruð milljarða.

Ritstjórn
McDonalds í Kína.
epa

McDonalds veitingahúsakeðjan hefur ákveðið að selja alla starfsemi sína í Kína til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins. Um er að ræða alla starfsemi keðjunnar í kínverska alþýðulýðveldinu og Hong Kong sem telur um 1.750 skyndibitastaði.

Söluvirðið er 2,08 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur 238 milljörðum íslenskra króna, en kaupandinn er annars vegar Citic, sem er í eigu kínverska ríkisins og hins vegar Carlyle Group, sem er einkahlutafélag.

Samningurinn gefur Citic og Carlyle einkaleyfisrétt til 20 ára, en Citic á 52% ráðandi, Carlyle mun eiga 28% en McDonald´s mun halda fimmtungseignarhlut.

„Kína og Hong Kong eru gríðarlegt vaxtatækifæri fyrir McDonald´s,“ segir Steve Easterbrook, framkvæmdastjóri McDonald´s. „Þessi samvinna mun sameina sterkustu vörumerki okkar og gæðakröfur við aðila sem hafa góðan skilning á innlendum markaði.“

Framkvæmdastjórinn, sem tók við árið 2015, hefur sett sér það markmið að snúa rekstri McDonalds við og hefur hann náð því fram að fyrirtækið styrkja stöðu sína á ný þó hægst hafi á vextinum.

Stefnir hann að því að gera um 95% af öllum veitingahúsum keðjunnar að einkaleyfishöfum í staðinn fyrir að vera með þau í beinum rekstri. 

Nýju kaupendurnir stefna að opnun nýrra veitingahúsa í minni borgum, en Citic sér þetta sem tækifæri til að græða á aukinni kaupgetu almennings í kína.

Stikkorð: Kína McDonalds Carlyle veitingahús einkaleyfi Kína Cistic