Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, vill að ríkið selji húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands á Laugavegi og lögreglustöðina við Hverfisgötu. Greint er frá þessu á mbl.is .

Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Guðlaugur Þór segist í samtali við mbl.is að hann hafi bókað það á fundi samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir að menn nýti þau sóknarfæri sem felist í því að selja fasteignirnar. Gríðarlegur fórnarkostnaður sé fólginn í því að hafa slíka starfsemi á miðborgarsvæðinu.

„Ef það eru ekki tæki­færi núna fyr­ir ríkið að taka bæði þessi hús, skipu­leggja þau upp á nýtt og selja þau, þá er það aldrei. Það skipt­ir einnig máli fyr­ir sjálfa miðborg­ina okk­ar, að þess­ar risa­bygg­ing­ar sem nýt­ast illa séu ekki þar," seg­ir Guðlaugur Þór.