Útboð á eignarhluti Ríkissjóðs í Sjóvá er lokið. Lindarhvoll, sem sér um sölu á eignum ríkissjóðs, þetta skemur fram á vef Landsbankans .

Þar segir að: „fjárfestar óskuðu eftir því að kaupa 286.051.111 hluta í Sjóvá, eða sem nemur 18,3% af heildarhlutafé í Sjóvá.

Sölugengi í útboðinu var ákveðið 12,91 krónur á hlut. Heildarnafnverð samþykktra tilboða eftir skerðingu var 217.655.980 hlutir, eða sem samsvarar 13,93% af heildarhlutafé Sjóvá. Heildarsöluverðmæti samþykktra tilboða eftir skerðingu er því rúmlega 2,8 milljarða króna Að útboðinu loknu á Ríkissjóður ekki eignarhlut í Sjóvá.

Öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á sama gengi, þar sem lægsta samþykkta gengi réð sölugenginu. Samþykkt tilboð sem bárust á sama gengi og sölugengi voru skert sem nam umframeftirspurn, en þó ekki niður fyrir 1.250.000 hluti að nafnverði sem var lágmarksfjöldi hluta sem hægt var að bjóða í útboðinu. Tilboðum sem bárust á lægra gengi en sölugengi var hafnað.

Viðskiptadagur vegna útboðsins er 26. september 2016 og greiðslu- og afhendingardagur vegna viðskiptanna er miðvikudagurinn 28. september 2016.“

Markaðsviðskipti Landsbanka Íslands höfðu umsjón með útboðinu.