Stærstu bankar heims keppast nú við að fá að halda um sölu breska ríkisins á 39% eignarhlut í Lloyds banka. Frestur til þess að skila inn tilboðum rennur út á morgun, mánudag. Að því er BBC greinir frá hefur ekki verið endanlega ákveðið hvernig ferlinu verður háttað.

Bresk stjórnvöld komu Lloyds til bjargar í október 2008 og lögðu til 38 milljarða punda, gegn tæplega 40% eignarhlut. Í júní síðastliðnum tilkynnti George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, að hlutur ríkisins í bankanum verði seldur. Sama gildir um 81% hlut ríkisins í RBS en sá hlutur verður seldur í kjölfarið.

Breskir fjölmiðlar hafa á síðustu dögum greint frá áhuga fjárfesta, meðal annars frá fjárfestingasjóðinum Temasek sem er rekin af stjórnvöldum í Singapúr.