Breska ríkið heldur áfram sölu hluta sinna í Lloyds bankanum eftir að hafa keypt 41% hlut í bankanum fyrir 20 milljarða punda í efnahagskrísunni árið 2008. Í nýjustu sölunni aflaði ríkið 500 milljóna punda og nemur hlutur þess í bankanum nú um 24%. BBC News greinir frá þessu.

Breska ríkið hefur nú selt hluti í bankanum fyrir um átta milljarða punda frá því að söluferlið hófst árið 2013. Með þessari sölu lækkaði hlutur ríkisins úr 24,9% í 23,9%.

„Þetta er liður í því að koma Lloyds bankanum aftur í hendur einkaaðila, auk þess að lækka ríkisskuldirnar og ná peningum skattborgara aftur til baka,“ sagði George Osbourne, fjármálaráðherra Breta, þegar tilkynnt var um söluna.