Ríkiskaup óska eftir tilboðum í land Stóra-Hrauns liggur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Landið er ríflega 251 hektari að stærð en einn hektari er 10 þúsund fermetrar. Tekið er fram að lögbýlisréttur fylgi ekki.

Tvær aðrar jarðir eru til sölu hjá Ríkiskaupum. Annars vegar Hlíðarberg í Hornafirði, sem er 17 hektarar. Þeirri jörð fylgir hesthús, hlaða en líka alifuglahús og andahús, sem er tæpir 1.000 fermetrar. Hins vegar er jörðin Litli-Kambur á Snæfellsnesi til sölu og hefur verið í þónokkurn tíma. 180 milljóna króna tilboð barst í þá jörð síðasta sumar en kaupandinn gat ekki staðið við tilboðið. Jörðin Litli-Kambur telur 190 hektara.

Á meðal fasteigna sem Ríkiskaup óska nú eftir tilboðum í er rúmlega 800 fermetra skrifstofuhúsnæði í Vestmannaeyjum, sem er í eigu Íslandspósts hf. Húsið stendur við Vestmannabraut 22.

Í gær rann út tilboðsfrestur í ýmis tæki, sem eru í eigu Landhelgisgæslunnar. Til sölu voru nokkrir bílar, traktor og snjóblásarar.