Hægt er að spara tvo til fjóra milljarða króna á ári með sameiginlegum innkaupum, örútboðum og skuldbindandi viðskiptum við færri birgja en nú er. Þetta er niðurstaða starfshóps sem fjármálaráðuneytið kynnti. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í skýrslu hópsins segir að ríkið hafi takmarkaðar upplýsingar  um innkaup sín í mörgum vöruflokkum og því séu hagræðingartækifærin lítil. Rammasamningar veiti ríkinu ekki lægsta mögulega verðið. Lagt er til að frekari langtímaætlanir séu gerðar í innkaupum og innkaupaaðferðum sé beitt með markvissari hætti.