Fjárlög 2015 gera ráð fyrir auknum tekjum af áfengisgjaldi, þrátt fyrir að það verði ekki hækkað á milli ára. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að 12.950 milljónir innheimtist af áfengisgjöldum á næsta ári, samanborið við 12.047 milljónir fyrir þetta ár. Skýringin er þá sú að áætlað er að meira áfengi seljist í vínbúðum ríkisins á næsta ári en árið 2014.

Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir því að SÁÁ fái úthlutað 759,9 milljónum úr ríkissjóði, en það er 50 milljónum meira en samtökunum var úthlutað á þessu ári.