*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 15. október 2015 09:06

Ríkið sýknað af kröfu ljósmæðra

Félagsdómur sýknar ríkið af kröfu ljósmæðra, tveir dómarar skiluðu sératkvæði.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Ríkið var í gær sýknað af kröfu ljósmæðra fyrir Félagsdómi.

Í málinu var deilt um hvort að heimilt væri að draga af ljósmæðrum laun óháð hvort þær höfðu skilað vinnuframlagi. Verkfall ljósmæðra á LSH voru þrjá virka daga á viku í verkfalli en ljósmæður á Sjúkrahúsinu á Akureyri tvo daga. Á þessum tíma skiluðu margar ljósmæður fullri vinnuskyldu þrátt fyrir verkfallið. Þrátt fyrir að hafa skilað fullri vinnuskyldu þá voru dregin af þeim 60% af grunnlaunum.

Í niðurstöðu Félagsdóms segir að líta verði svo á að allir félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands hafi verið í verkfall, óháð hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda verkfallsdaga eða ekki. Félagsdómur segir að óumdeilt sé að vinna sem unninn er á undanþáguheimild sé greidd að fullu en dómurinn féllst ekki á að leggja slíka vinnu að jöfnu við vinnu sem unnin væri samkvæmt vaktaplani og fellur utan boðaðra verkfallsdaga.

Fimm dómarar eiga sæti í dómnum en tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildi dæma ljósmæðrum í dag.