Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfum einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkin Ármúla ehf., vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem ríkið hafði neitað að skrá inn á Rammasamning milli Sjúkratryggina Íslands og sérgreinalækna.

Þarf ríkið því ekki að greiða 2,8 milljónir króna, auk vaxta, til Klínikinnar en ítrustu kröfur ríkisins um að fá málskostnaðinn greiddan voru ekki samþykktar af Héraðsdómi Reykjavíkur heldur var hann felldur niður, sem þýðir að hann fellur á ríkið.

Ástæðan sem ríkið gaf fyrir því að neita að skrá nýja sérfræðilækna inn á rammasamninginn var halli á fjárlagalið sem tekur til lækniskostnaðar, því einingar fyrir aðgerðir voru komnar fram yfir fjölda sem mælt var fyrir um í samningum. Ákvörðunin var tekin 10. desember 2015, með bréfi heilbrigðisráðuneytisins til Sjúkratryggingar Íslands.

Þurftu að skrá læknana eftir dómsúrskurð

Eftir að héraðsdómur hafði úrskurðað læknum í vil í máli nokkurra þeirra um að felld yrði úr gildi ákvörðun SÍ um að hafna umsókn þeirra til skráningar á samninginn hófu sjúkratryggingar skráningu þeirra á ný.

Læknarnir tveir hjá Klíníkinni voru því samþykktir inn á samninginn frá og með 13. nóvember 2018, en málið nú snerist um greiðslur fyrir læknisverk sem þeir framkvæmdu áður en sú samþykkt hlaust sama haust.

Höfnuðu sjúkratryggingar að greiða fyrir greiðslunum á forsendum þess að læknarnir hefðu verið utan rammasamninginn. Krafa Klíníkinnar um bætur voru vegna meintrar ólögmætrar stjórnvaldsákvörðunar, því héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hefði verið að synja sérgreinalæknunum aðild að samningnum.

Ríkið sagði aðgerðir Klíníkinnar á eigin ábyrgð

Ríkið sagði þvert á móti að greiðslur til þeirra væru óheimilar því væru vegna aðgerða sem hefðu verið framkvæmd áður en þeir fengu aðild að rammasamningnum og slík ákvörðun geti ekki verið afturvirk. Jafnframt segir ríkið að sú forsenda að krefja ekki sjúklinga um greiðslu vegna þess að um greiðsluskyldar aðgerðir hafi verið að ræða standist ekki.

Því segir ríkið að þar sem ákvörðunin um að framkvæma aðgerðirnar hafi verið gerðar þegar ljóst var að skilyrði til greiðsluþátttöku SÍ hafi ekki verið til staðar hafi Klíníkinni átt að vera ljóst að það væri alfarið á þeirra eigin ábyrgð að nýta sér þjónustu læknanna tveggja.

Var niðurstaða dómstólsins á þá leið að ekki sé hægt að rekja tjónið til ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands heldur til þess að læknar sem ekki voru á samningi við stofnunina hafi verið nýttir, og ekki sé því orsakasamhengi milli tjóns Klíníkinnar og hinnar meintu ólögmætu greiðslusynjunar.