Heimsmarkaðsverð, flutningskostnaður og álagning olíufélaganna. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á útsöluverð eldsneytis. Hið opinbera tekur þó einnig sinn hlut. Hlutur ríkisins í verði 95 oktana blýlauss bensíns samanstendur af kolefnisgjaldi sem er 3,80 krónur, almennu vörugjaldi sem er 23,66 krónur, sértæku vörugjaldi sem er 38,55 krónur, flutningsjöfnunarsjóðsgjaldi sem er 41 eyrir og virðisaukaskatti sem er 25,5%. Í

verði dísilolíu skiptist hlutur ríkisins í kolefnisgjald, 4,35 krónur, olíugjald, 54,88 krónur, flutningsjöfnunarsjóðsgjald, 91 eyrir, og virðisaukaskatt, 25,5%. Virðisaukaskattur leggst ofan á eldsneytisverð þegar allir aðrir þættir, þ.e. heimsmarkaðsverð, álagning, flutningskostnaður og gjöld í ríkissjóð, hafa verið lagðir á.