Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkinu til að greiða innflutningsfyrirtækinu Banönum ehf. 40 milljónir vegna ólögmætrar álagningar eftirlitsgjalds.

Málið varðar svonefnd  R1- og R2- gjöld sem eru eftirlitsgjöld sem fyrirtæki greiða til rík­is­ins. Stjórnvaldi er aðeins heimilt að taka gjald í formi þjónustugjalds fyrir kostnaði sem standi í beinum tengslum við þjónustu eða eftirlitsgerð. Að mati héraðsdóms þá voru ekki tengsl milli fjárhæðar gjaldsins og þeirrar þjónustu sem innflytjendur fengu og var gjaldið því talið ólögmætt.

Íslenska ríkið þarf því að endurgreiða tæplega 40 milljónir, auk vaxta og málskostnaðar til innflutningsfyrirtækisins Banönum ehf.