Eins og fram hefur komið í fréttum vb.is í dag var Lýður Guðmundsson dæmdur til greiðslu tveggja milljóna króna sektar fyrir brot á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög þegar hlutafé Exista var aukið um 50 milljarða króna í desember 2008. Hann var hins vegar sýknaður af þeim lið ákærunnar þar sem hann var sakaður um að hafa vísvitandi og villandi frá þessari hækkun með því að senda út tilkynningu um hana.

Athygli vekur að ríkissjóður er dæmdur til að greiða helming málsvarnarkostnaðar Lýðs, sem í heild er ákveðinn í dómnum 10,9 milljónir króna. Þá er ríkissjóður dæmdur til að greiða málsvarnarkostnað Bjarnfreðar Þorsteins Einarssonar lögfræðingi, sem sýknaður var í málinu, en hann nemur þremur milljónum króna.

Heildarkostnaður ríkisins, fyrir utan náttúrlega kostnaðinn við rannsókn málsins og málflutning ríkisins, nemur því 8,4 milljónum króna, sem er fjórföld sektargreiðsla Lýðs.

Þá er tekið fram í dómnum að refsing yfir Lýð hafi verið þyngd vegna umferðarlagabrots sem hann var sektaður fyrir árið 2010.