Hið opinbera verður að birta á miðlægri vefsíðu upplýsingar um veitingu ríkisstyrkja, s.s. fjárhæð og hlutfall þess sem hver fær, nýjum leiðbeiningarreglum ESA , eftirlitsstofnunar EFTA, um byggðaaðstoð. Samkvæmt reglunum er þrent að heimild hins opinbera til að vera stórum fyrirtækjum ríkisaðstoð enda sýni rannsóknir að þau taka ekki ákvörðun um að fjárfesta eftir því hvort þau fái aðstoð eru ei. Á móti er heimilt að veita þeim stóru fyrirtækjum aðstoð sem setja upp nýja starfsemi eða fjölbreytni þeirrar sem fyrir er.

Reglurnar taka gildi 1. júlí á næsta ári en núgildandi reglur hafa verið framlengdar þangað til. Nýju reglurnar eru sambærilegar þeim er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í júní í sumar. Eftir að reglurnar taka gildi þarf að tilkynna fyrirfram til ESA alla ríkisaðstoð. Óheimilt er að veita hana nema að undangengnu formlegu samþykki stofnunarinnar.

Í reglum ESA segir að dæmi um byggðaaðstoð á Íslandi sem ESA hafi fjallað um eru lög um ívilnanir til nýfjárfestinga og aðstoð hins opinbera til einstakra fjárfestingarverkefna utan þess ramma.

ESA segir í tilkynningu tilgang byggðaaðstoðar að styðja við uppbyggingu og atvinnusköpun á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Á Íslandi og í Noregi er það vegna hinna dreifðu byggða. Reglurnar sem settar voru í dag segja til um við hvaða aðstæður hinu opinbera er heimilt að veita aðstoð til nýfjárfestinga á þessum svæðum og til að sporna við fólksfækkun þar.