Alfesca greiddi 565 milljónir króna í opinber gjöld árið 2010. Aðeins viðskiptabankarnir þrír, ríkissjóður og Reykjanesbær greiddu meira.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að yfirtöku franska matvælafyrirtækisins Lur Berri á Alfesca sé lokið og sé fyrirtækið nú alfarið úr eigu Ólafs Ólafssonar. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið skilja sáttur við Alfesca.

Alfesca, sem var tekið af hlutabréfamarkaði árið 2009, hefur fengið nýtt nafn og heitir í dag Labeyie Fine Foods.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Kjalars
Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Kjalars
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Ólafur Ólafsson