Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður Reykjavik Development, sem stendur að framkvæmdum við Hafnartorg, segir ríkið hafa lagst gegn því að fá dómskvaddan matsmann til að meta hvert tjón fyrirtækisins hafi orðið vegna tafa á framkvæmdum eftir að hafnargarðsmálið svokallaða kom upp. Fyrirtækið náði samkomulagið við Minjastofnun um að færa hafnargarðinn stein fyrir stein en eftir standi að meta tjón sem tafir á verkinu hafi valdið.

Reykjavík Development hefur krafið íslenska ríkið um 630 milljónir króna vegna tafanna. Ríkið hafi lagst gegn ósk Reykjavik Development um að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón félagsins og nú sé tekist um það atriði fyrir dómstólum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .