Hinn 9. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ríkissjóði Íslands sé heimilt að eiga 20% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf., í gegnum fyrirhugað eignarhald sitt á 17,58% hlut í Klakka ehf.

Seðlabanki Íslands eða félag í hans eigu mun fara með framangreindan eignarhlut Ríkissjóðs Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Fjármálaeftirlitsins.